Keppa í iðngreinum

Spennandi keppni er í hárgreiðslu.
Spennandi keppni er í hárgreiðslu. Ómar Óskarsson

Um 150 manns etja í dag kappi í hinum ýmsu faggreinum í Vetrargarðinum í Smáralind, á öðrum degi Íslandsmótsins í iðn- og verkgreinum sem hófst í gær.

Keppnin í ár er sú stærsta sem haldin hefur verið á Íslandi. Á Íslandsmótinu er keppt í samtals 15 starfsgreinum og sýning verður í öðrum 15 greinum. Mikill áhugi er á þátttöku í keppnum á Íslandsmótinu. Í matreiðslu og framreiðslu þurfti að halda forkeppnir til þess að velja úr þátttakendum. Forkeppnir í matreiðslu og framreiðslu fór fram miðvikudaginn. Í matreiðslu tóku 23 nemar og sveinar þátt í forkeppninni og í framreiðslu tóku samtals 10 nemar þátt í forkeppninni. Sigurvegarar í nemakeppninni í Smáralindinni munu taka þátt í Norrænu nemakeppninni sem verður haldin í Noregi í apríl nk.

Meðal keppnisgreina á mótinu eru grafísk miðlun, skrúðgarðyrkja, blómaskreytingar, kjötiðn og mjólkuriðn, rafvirkjun, húsgagnasmíði, veggfóðrun, gullsmíði, tækniteiknun og nudd, svo eitthvað sé nefnt.
Keppnin heldur áfram í Smáralindinni á morgun milli kl. 9:30 og 18:30.


Keppt er í málun.
Keppt er í málun. Ómar Óskarsson
Á mótinu er líka keppt í rafsuðu.
Á mótinu er líka keppt í rafsuðu. Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert