Nýr fundur í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands og Icelandair hefur verið boðaður kl. 10.30 í dag. Stutt var fundað í gær og lítið virðist þokast í samningsátt.
„Það gerðist ekki nokkur skapaður hlutur,“ sagði Guðjón Valdimarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands og kveður enn mikið skilja á milli. Flugvirkjar hafa boðað verkfall á miðnætti á sunnudag hafi ekki samist fyrir þann tíma.
Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, hefur fyrirtækið miklar áhyggjur af verkfallsboðuninni. Aðgerðirnar og óvissan sem þær skapi hafi þegar haft það í för með sér að stórt viðhaldsverkefni hafi verið flutt úr landi.
Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.