Meirihluti fylgjandi styrkjum til landbúnaðar

Meirihluti landsmanna eru frekar eða mjög fylgjandi því að ríkið greiði styrki til íslensks landbúnaðar, ef marka má könnun sem MMR hefur gert. 

Af þeim sem tóku afstöðu voru 76,3% sem sögðust frekar eða mjög fylgjandi styrkjum til íslensks landbúnaðar. Skipt eftir einstökum svörum voru 5,1% mjög andvíg, 18,6% sögðust frekar andvíg, 48,5% sögðust frekar fylgjandi og 27,8% sögðust mjög fylgjandi því að ríkið greiddi styrki til íslensks landbúnaðar.

71% íbúa höfuðborgarsvæðisins sagðist vera frekar eða mjög fylgjandi styrkjum til íslensks landbúnaðar en á landsbyggðinni var stuðningurinn 84,4%. Þá voru 15,6% íbúa landsbyggðarinnar mjög eða frekar andvíg styrkjum til íslensks landbúnaðar á meðan 29,0% íbúa höfuðborgarsvæðisins voru því mjög eða frekar andvíg.

Könnunin var gerð  dagana 3.-5. mars 2010 og var heildarfjöldi svarenda 932 einstaklingar.

Könnunin í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert