Mjólkárvirkjun ekki í umhverfismat

Mjólkárvirkjun er í Arnarfirði.
Mjólkárvirkjun er í Arnarfirði. Af vef OV

Skipulagsstofnun hefur ákveðið að stækkun Mjólkárvirkjunar í Ísafjarðarbæ skuli ekki vera háð mati á umhverfisáhrifum. Kærufrestur vegna ákvörðunarinnar er til 20. apríl næstkomandi.

Fyrirhugað er að stækka Mjólkárvirkjun með byggingu tveggja stöðvarhúsa, lagningu þrýstipípu frá Prestagilsvatni að Borgarhvilftarvatni, framlengingu Hofsárveitu og lagningu veituskurða. Með þessu á að auka framleiðslugetu virkjunarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert