Nauðungarsölu á 552 íbúðum og íbúðarhúsum hefur verið frestað um þrjá mánuði, í samræmi við bráðabirgðaákvæði í lögum um frestun á nauðungaruppboðum. Þessar tölur eiga við um lokastig nauðungarsölu.
Þá hafa beiðnir um nauðungaruppboð á 566 fasteignum verið afturkallaðar, samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu.
Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur veitt flesta fresti, eða 185, sýslumaðurinn í Keflavík hefur veitt 117 og sýslumaðurinn í Hafnarfirði 56.