Rannsóknarteymi skipað

Lögreglan lítur íkveikjuna við fjarskiptamöstrin í Öskjuhlíð í morgun mjög alvarlegum augum. Skipuð hefur verið sérstakt rannsóknarteymi sem vinnur nú að rannsókn málsins. Enginn hefur enn verið handtekinn eða yfirheyrður vegna málsins.

Eldsprengjur, sem komið var fyrir við möstrin, hefðu getað gert landið fjarskiptalaust, um stundarsakir að minnsta kosti.

Tilkynnt var um eld klukkan 4:42 en þegar komið var á vettvang logaði eldur í köplum í tveimur möstrum. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins en skemmdir eru nokkrar. Ekki hafði tekist að kveikja í þriðja mastrinu en við það fannst eldfimur vökvi.

Lögreglan biður alla þá sem geta veitt upplýsingar um málið, hugsanlegar mannaferðir o.s.frv., að hafa samband í síma 444-1000.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert