Reynt að lama fjarskipti

Ósprungna sprengjan samanstóð af plastflöskum með bensíni og kveikibúnaði.
Ósprungna sprengjan samanstóð af plastflöskum með bensíni og kveikibúnaði. mbl.is/Júlíus

Gerð var til­raun til að lama veiga­mik­inn hluta af fjar­skipta­neti höfuðborg­ar­svæðis­ins í nótt. Talið er að þrem­ur bens­ín­sprengj­um hafi verið komið fyr­ir við fjar­skipta­möst­ur í Öskju­hlíð og tvær þeirra sprungið. Ein fannst ósprung­in. At­lag­an er tal­in  al­var­leg.

Lög­reglu var til­kynnt um eld­inn kl. 4.42 í nótt. Vakt­menn í ná­lægu húsi munu hafa ráðist að eld­in­um með slökkvi­tækj­um og ráðið niður­lög­um hans. 

Að sögn varðstjóra lög­reglu höfuðborg­ar­svæðis­ins logaði eld­ur í köpl­um í tveim­ur möstr­um á staðnum. Annað mastrið er í eigu Fjarska og hitt í eigu Mílu. Greiðlega gekk að slökkva eld­inn. Tölu­vert tjón hlaust af eld­in­um. M.a. sló út sam­bandi Stöðvar 2 og OG fjar­skipta en fyr­ir­tæk­in eru með end­ur­varpa á möstr­un­um.

Varðstjór­inn sagði að ekki væri vitað um elds­upp­tök og málið í rann­sókn. Hann hafði ekki upp­lýs­ing­ar um að reynt hafi verið að kveikja í möstr­un­um.

Möstr­in þrjú bera m.a. loft­net Sím­ans, Voda­fo­ne, Tetra, Lands­virkj­un­ar, Fjarska og Mílu. Ef tek­ist hefði að skemma búnaðinn hefðu bæði GSM fjar­skipti og önn­ur fjar­skipti svo sem ör­bylgju­sam­bönd orðið fyr­ir mik­illi trufl­un.

Blaðamaður mbl.is var á staðnum í morg­un. Hann sagði að ósprungna sprengj­an hafi inni­haldið mikið bens­ín á stór­um plast­flösk­um sem límd­ar voru sam­an og kveiki­búnaður í miðjunni. Blaðamaður­inn sagði að menn á staðnum hafi líkt at­lög­unni við hryðju­verk.

Digital Ísland datt út

Útsend­ing á ör­bylgju­kerfi Og Fjar­skipta á suðvest­ur­horni lands­ins truflaðist við íkveikj­una, að sögn Hrann­ars Pét­urs­son­ar upp­lýs­inga­full­trúa Voda­fo­ne.  Kerfið er þekkt sem Digital Ísland. Útsend­ing­arn­ar trufluðust frá því um kl. 4.30 í nótt og til 7.15 í morg­un. Eng­in trufl­un varð á GSM-fjar­skipt­um Voda­fo­ne.

„Það tók stutt­an tíma fyr­ir okk­ur að gera við eft­ir að við kom­umst að,“ sagði Hrann­ar en lög­regl­an lokaði vett­vangi um stund vegna rann­sókn­ar­inn­ar.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Fjarska varð eng­in trufl­un á fjar­skipta­sam­bönd­um fyr­ir­tæk­is­ins  við íkveikju­tilraun­ina. Fjarski er í eigu Lands­virkj­un­ar og rek­ur allt fjar­skipta­net henn­ar.

Ekki varð trufl­un á fjar­skiptaþjón­ustu Sím­ans, að sögn Mar­grét­ar Stef­áns­dótt­ur upp­lýs­inga­full­trúa. Á mastr­inu sem um ræðir er ein­ung­is farsíma­send­ir Sím­ans. Mar­grét sagði að fjar­skipta­kerfið sé þannig upp byggt að yf­ir­leitt sé um fleiri en eina leið að ræða til að koma boðum á leiðar­enda. Detti einn send­ir út fari boðin aðra leið.

Verði trufl­un á fjar­skipt­um sagði Mar­grét að yf­ir­leitt tæki skamma stund að bregðast við því, m.a. með fær­an­leg­um stöðvum og öðrum búnaði. Mar­grét sagði að viðkvæm­ustu staðirn­ir í fjar­skipta­kerf­inu séu vaktaðir, m.a. með eft­ir­lits­mynda­vél­um, all­an sól­ar­hring­inn. 

Tæknimenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsökuðu verksummerkin.
Tækni­menn lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu rann­sökuðu verks­um­merk­in. mbl.is/​Júlí­us
Fjölmennt lið rannsóknarlögreglu og tæknimanna lögreglunnar var á staðnum.
Fjöl­mennt lið rann­sókn­ar­lög­reglu og tækni­manna lög­regl­unn­ar var á staðnum. mbl.is/​Júlí­us
Fjarskiptamöstrin þrjú standa á Öskjuhlíðinni nálægt Veðurstofu Íslands.
Fjar­skipta­möstr­in þrjú standa á Öskju­hlíðinni ná­lægt Veður­stofu Íslands. mbl.is/​Júlí­us
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert