Hæstiréttur hefur dæmt 45 ára karlmann í tuttugu mánaða fangelsi fyrir akstur undir áhrifum áfengis og vímuefna og akstur án ökuréttinda. Maðurinn á að baki samfelldan brotaferil frá árinu 1983 Maðurinn hafði fyrir dóminn 24 sinnum verið tekinn fyrir ölvun við akstur og 23 sinnum fyrir akstur sviptur ökurétti eða án ökurétta.
Við ákvörðun refsingar var m.a. litið þess að áfengismagn í blóði mannsins var verulegt og að akstur í slíku ástandi er talið hættubrot, auk þess sem hann var óhæfur til þess að stjórna ökutæki örugglega vegna neyslu fíkniefna. Aksturs mannsins var stöðvaður á Hringbraut í Reykjavík, og mældist vínandamagn í blóði hans 2,50‰.
Hæstiréttur segir að maðurinn verði að teljast vanaafbrotamaður að því er lýtur að ölvunarakstri og akstri sviptur ökurétti.