Um 160 manns í jeppaferð yfir hálendið

Hluti hópsins, sem er að leggja af stað á hálendið.
Hluti hópsins, sem er að leggja af stað á hálendið. mbl.is/Ómar

Um 160 fé­lag­ar í Ferðaklúbbn­um 4x4 eru um það bil að leggja af stað í tæp­lega 90 jepp­um í fjög­urra daga ferð yfir há­lendið. Ferðina nefna þeir í hjólf­ar alda­mót­anna með skír­skot­un til þess að árið 2000 hófu þeir ferðina, en gátu ekki lokið henni vegna krapa og bleytu.

Svein­björn Hall­dórs­son, formaður ferðaklúbbs­ins, seg­ir að í dag verði ekið inn í Nýja­dal. Á morg­un verði farið inn í Sig­urðarskála og Dreka, aust­an meg­in við Vatna­jök­ul. Síðan verði ekið þaðan aust­ur á hérað og Eg­ilsstaði og fjórða dag­inn farið aft­ur suður.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert