Vegir eru auðir á Suðausturlandi, Suðurlandi og Vesturlandi. Hálkublettir eða snjóþekja eru á fáeinum heiðum og hálsum á Vestfjörðum. Þæfingur er á Hrafnseyrarheiði.
Vegir eru að heita má auðir á Norðurlandi vestra en austan Skagafjarðar og allt austur á Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði er víða nokkur hálka eða snjóþekja og sumstaðar él. Þæfingsfærð er á Hólasandi.
Á Austurlandi er mikið autt, þó eru hálkublettir á flestum fjallvegum en snjóþekja á Breiðdalsheiði.
Þungatakmarkanir
Þeim sérstöku þungatakmökunum sem verið hafa í gildi í Húnavatns. og Skagafjarðarsýslum verður aflétt á Þjóðvegi 1, Hvammstangavegi (72) og Sauðárkróksbraut (75) að Sauðárkróki frá og með kl 18:00 í dag.
Þungatakmarkanir eru víða um land. Nánari upplýsingar má fá á heimasíðu Vegagerðarinnar og í síma 1777.
Akstur á hálendisvegum
Vegna mikillar bleytu er allur akstur bannaður á Arnarvatnsheiði og eins á Kili norðan Hveravalla.