Verið að efna samning um stækkun golfvallarins

Golfvöllurinn við Korpúlfsstaði verður stækkaður.
Golfvöllurinn við Korpúlfsstaði verður stækkaður. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Með samkomulagi við Golfklúbb Reykjavíkur (GR) um stækkun golfvallarins við Korpúlfsstaði er Reykjavíkurborg efna samning um stækkun vallarins , sem undirritaður var 3. apríl 2006 af Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, þáverandi borgarstjóra. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá borginni.

Með samkomulaginu er jafnframt fallið frá fyrri uppbyggingaráformum samkvæmt samningi frá árinu 2007 en í samræmi við hann óskaði GR eftir styrk frá borgaryfirvöldum til stækkunar Korpúlfsstaðavallar og til uppbyggingar æfingaaðstöðu við Bása og við Grafarholtsvöll, alls að upphæð 450 mkr.


 Með þeim samningi sem nú hefur verið samþykktur í borgarráði fellur félagið frá fyrri áformum um framkvæmdir við Grafarholtsvöll en stækkun verður framkvæmd á Korpúlfsstaðavellinum samkvæmt upphaflegum samningi frá 3. apríl 2006. Mun borgin styrkja félagið vegna þeirrar framkvæmdar um 230 mkr. á fjórum árum, þar af 50 mkr. í ár. Á móti kemur að GR skilar Reykjavíkurborg verðmætu landi í Staðarhverfi, sem verður til framtíðar verðmætt byggingarland borgarinnar.


Fyrri í dag sendi Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, frá sér tilkynningu þar sem hann gagnrýndi að borgin væri að verja 230 milljónum króna í golfvöllinn á sama tíma og þyrfti að skera niður í rekstri borgarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert