VG hafnar alfarið einkaflugher

Herþota á flugi.
Herþota á flugi. mbl.is/RAX

Félagsfundur VG í Reykjavík samþykkti ályktun þar sem lýst er andstöðu við „einkaflugher“ fái aðstöðu hér á landi. Ungir vinstri grænir og Samtök herstöðvaandstæðinga hafa áður samþykkt samskonar ályktanir.

Í ályktun VG segir að „hið vafasama fyrirtæki E.C.A. Program“ hafi falast eftir aðstöðu hér á landi. „Félagsfundur VGR fordæmir alla slíka tilburði og skorar á ríkisstjórn VG og Samfylkingar að hafna slíku fortakslaust, og það nú þegar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert