Samkvæmt drögum að frumvarpi um breytingar á skattlagningu afskrifta, sem fjármálaráðherra sendi ríkisstjórninni sl. þriðjudag, munu einstaklingar greiða tekjuskatt af 50% afskriftar sem er undir 20 milljónum króna, en greiða skatt af 75% afskriftar umfram þá upphæð.
Fyrirtæki þurfa hins vegar samkvæmt drögunum að greiða skatt af 50% afskriftar sem er lægri en 50 milljónir, en skatt af 75% afskriftar umfram það.
Bæði fyrirtæki og einstaklingar munu skv. drögunum færa til tekna þann hluta niðurfellingar sem greiða þarf skatt af með þremur jafn háum fjárhæðum á þremur árum frá og með því ári þegar skuldin var gefin eftir.
Að sögn fjármálaráðherra munu einstaklingar og fyrirtæki ekki þurfa að greiða neinn skatt af afskrift upp að tiltekinni upphæð, verði þessi leið að veruleika.
Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.