Gætu þurft að greiða milljónir í skatt vegna afskrifta

Skattlagning afskrifta er hluti aðgerða sem ríkisstjórnin kynnti í fyrradag.
Skattlagning afskrifta er hluti aðgerða sem ríkisstjórnin kynnti í fyrradag.

Sam­kvæmt drög­um að frum­varpi um breyt­ing­ar á skatt­lagn­ingu af­skrifta, sem fjár­málaráðherra sendi rík­is­stjórn­inni sl. þriðju­dag, munu ein­stak­ling­ar greiða tekju­skatt af 50% af­skrift­ar sem er und­ir 20 millj­ón­um króna, en greiða skatt af 75% af­skrift­ar um­fram þá upp­hæð.

Fyr­ir­tæki þurfa hins veg­ar sam­kvæmt drög­un­um að greiða skatt af 50% af­skrift­ar sem er lægri en 50 millj­ón­ir, en skatt af 75% af­skrift­ar um­fram það.

Bæði fyr­ir­tæki og ein­stak­ling­ar munu skv. drög­un­um færa til tekna þann hluta niður­fell­ing­ar sem greiða þarf skatt af með þrem­ur jafn háum fjár­hæðum á þrem­ur árum frá og með því ári þegar skuld­in var gef­in eft­ir.

Að sögn fjár­málaráðherra munu ein­stak­ling­ar og fyr­ir­tæki ekki þurfa að greiða neinn skatt af af­skrift upp að til­tek­inni upp­hæð, verði þessi leið að veru­leika.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert