Fjarskipti verði betur varin

Tæknideildarmenn lögreglu með eina af sprengjunum sem komið var fyrir …
Tæknideildarmenn lögreglu með eina af sprengjunum sem komið var fyrir við fjarskiptamöstrin í Öskjuhlíð. Málið þykir mjög alvarlegt. Júlíus Sigurjónsson

„Þessi íkveikja við möstrin í Öskjuhlíð er alvarlegt mál,“ segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra. „Það er umhugsunarefni að búnaður sem halda á uppi stórum hluta af fjarskiptakerfi höfuðborgarsvæðisins sé ekki betur varinn en raun ber vitni og það hlýtur að verða endurskoðað.

Rannsókn lögreglu á þessu máli leiðir svo vonandi í ljós tildrög íkveikjunnar og hvort ásetningur býr að baki. Fyrr er ekki unnt að svara hvort hér hafi verið á ferðinni ógn við innra öryggi ríkisins.“

Hópur lögreglumanna vann allan daginn í gær að rannsókn málsins, meðal annars með athugun á vettvangi auk þess sem upptökur úr öryggismyndavélum bensínstöðva hafa verið skoðaðar.

Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert