Hefði verið betra að hlusta á Frjálslynda flokkinn

Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, setti landsþingið fyrr í …
Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, setti landsþingið fyrr í dag. mbl.is/Ómar

„Því verður ekki á móti mælt að ef stefna Frjálslynda flokksins hefði orðið ofan á við stjórn landsins á síðasta áratug, þá stæði þjóðin nú í allt öðrum og miklu betri sporum,“ segir í drögum að stjórnmálaályktun sem lögð hafa verið fyrir landsfund Frjálslynda flokksins.

Í ályktuninni segir að Frjálslyndi flokkurinn hafi barðist gegn einkavinavæðingunni, verðtryggingunni, skuldsetningu þjóðfélagsins og illræmdu kvótakerfi sem brýtur í bága við mannréttindi.


Eina leiðin fyrir Íslendinga út úr þröngri stöðu sé að auka framleiðslu og gjaldeyrisöflun en alls ekki að fara leið AGS og Fjórflokksins um aukna skuldsetningu, niðurskurð og hækkun skatta. „Frjálslyndi flokkurinn hefur ítrekað rökstutt að hægt sé að ná miklu mun meiri verðmætum í sjávarútvegi án aukins kostnaðar með því að fiskur fari á frjálsan markað, taka í burt hvata til brottkasts, veiðiheimildir verði auknar verulega og bæta nýtingu.“

Bent er á að hægt sé að auka veg ferðaþjónustunnar frá því sem nú er.

„Kreppa er staðreynd á Íslandi en hún er skilgetið afkvæmi sambúðar spilltrar stjórnmálastéttar og fjárglæframanna.  Frjálslyndi flokkurinn hafnar því að afleiðingarnar af henni lendi með fullum þunga á þeim sem síst skyldi og eiga enga sök. Allir eiga rétt á mannréttindum og viðunandi lífskjörum til verndar heilsu og vellíðan.  Stöðva verður að fólk sé hrakið út af heimilum sínum sökum; kreppunnar, verð- og gengistryggðra lána. Tryggja verður sanngjarna lausn, lágmarksframfærslu og að sérstök áhersla verði lögð á aðbúnað þeirra sem erfa munu landið,“ segir í drögunum sem afgreidd verða á landsfundinum á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka