Lítt hrifinn af þotunum

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra sagðist lítt hrifinn af hugmyndum um að leyfa hollenska fyrirtækinu ECA að setja á stofn aðstöðu á Keflavíkurflugvelli. Hann segir málið ekki hafa verið rætt í ríkisstjórn.

Ætlunin er að fyrirtækið ECA geymi og þjónusti flugvélar og þyrlur frá Keflavíkurflugvelli, sem ríki í Atlantshafsbandalaginu (NATO) munu geta tekið á leigu fyrir æfingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert