Loka í átta vikur í sumar

Stjórnendur Samherja kynntu stöðu fyrirtækisins á fundi með starfsfólki sínu …
Stjórnendur Samherja kynntu stöðu fyrirtækisins á fundi með starfsfólki sínu á Dalvík í dag.

Sam­herji hef­ur ákveðið að lengja sum­ar­lok­un í frysti­húsi fyr­ir­tæk­is­ins á Dal­vík úr 3  vik­um í 8. Ástæðan er „ít­rekaðra til­færslu stjórn­valda á afla­heim­ild­um frá stærri skip­um til minni,“ eins og seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

Stjórn­end­ur Sam­herja héldu fund með öllu starfs­fólki sínu á Dal­vík í dag sem eru um 150 manns.   Auk þeirra voru boðnir  á fund­inn full­trú­ar sam­starfs­fyr­ir­tækja Sam­herja og verka­lýðsfé­lags­ins Ein­ing­ar Iðju.
Boðað var  til fund­ar­ins til að fara yfir land­vinnslu Sam­herja á Dal­vík í töl­um og mynd­um, kynna starf­semi Sam­herja hf., kynna áhrif til­færslna afla­heim­ilda af stærri skip­um til smærri á rekst­ur Sam­herja  á Dal­vík og horf­ur til framtíðar.


„Á fund­in­um var starfs­mönn­um land­vinnsl­unn­ar á  Dal­vík tjáð að eng­ar upp­sagn­ir starfs­fólks stæðu fyr­ir dyr­um.  Hins­veg­ar væri nauðsyn­legt lengja sum­ar­lok­un í frysti­hús­inu úr 3  vik­um í 8 vegna ít­rekaðra til­færslu stjórn­valda á afla­heim­ild­um frá stærri skip­um til minni.

Sem dæmi um áhrif þess­ar stjórn­valdsaðgerða má nefna að skerðing Sam­herja í bol­fiski ein­göngu vegna strand­veiðanna á þessu ári eru 450 tonn.  Þess­ar afla­heim­ild­ir hefðu dugað til að reka frysti­húsið í einn mánuð í viðbót.   Strand­veiðarn­ar  skiluðu í heild  176 tonn­um á land á Dal­vík á síðasta ári.“

Launa­kostnaður Sam­herja á Íslandi árið 2009 var  4600 millj­ón­ir þar af voru  3200 millj­ón­ir vegna  starfs­manna bú­settra á Eyja­fjarðarsvæðinu.
Sam­herji keypti vör­ur  og þjón­ustu í Eyjaf­irði  fyr­ir 1830 millj­ón­ir og  veitti styrki til íþrótta  og ým­issa fé­laga  fyr­ir  70 millj­ón­ir.
Sam­tals greiddi fé­lagið því 5000 millj­ón­ir til fólks og fyr­ir­tækja í Eyjaf­irði árið 2009.


„Miðað við óbreytta stefnu stjórn­valda varðandi til­færslu afla­heim­ilda milli út­gerðarflokka og fyr­ir­hugaða fyrn­ingu  er fyr­ir­séð að starfs­semi Sam­herja á Íslandi mun drag­ast sam­an og störf­um í Eyjaf­irði fækka,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert