Ríkisstjórnin á að segja af sér

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. Ómar Óskarsson

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir að rík­is­stjórn­in hafi brugðist, hafi sett allt í upp­nám og eigi að fara frá völd­um.

„Í fyrra fengu kjós­end­ur rík­is­stjórn sem þeir vildu en þeir hafa nú áttað sig á því að þeir vildu ekki það sem þeir fengu,“ seg­ir Bjarni um fylg­is­könn­un Frétta­blaðsins, en sam­kvæmt henni fengi Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn yfir 40% at­kvæða og 27 þing­menn en stjórn­ar­flokk­arn­ir töpuðu miklu fylgi.

 Bjarni seg­ir að fylg­istap rík­is­stjórn­ar­inn­ar í könn­un­inni komi sér ekki á óvart. Hún hafi verið ósam­stiga, lagt áherslu á röng mál, brugðist í hags­muna­gæslu og svikið fyr­ir­heit um aðgerðir.

Að sögn Bjarna er fylgisaukn­ing Sjálf­stæðis­flokks­ins í takt við það sem full­trú­ar hans hafi fundið fyr­ir á fund­um. Nú þurfi að leggja áherslu á mál sem sam­eini þjóðina. Sjálf­stæðis­menn hafi talað fyr­ir at­vinnu­skap­andi verk­efn­um, en þar hafi rík­is­stjórn­in þvælst fyr­ir. „Við höf­um talað fyr­ir hags­muna­gæslu í mál­um eins og Ices­a­ve. Þar hef­ur rík­is­stjórn­in al­ger­lega brugðist. Nú þarf rík­is­stjórn­in að horf­ast í augu við það að hún hef­ur ekki umboð til þess að halda áfram á sömu braut,“ seg­ir Bjarni.

„Ég tel að rík­is­stjórn sem er verk­laus, ósam­stiga og nýt­ur ekki trausts hafi ekk­ert er­indi leng­ur,“ seg­ir Bjarni. Hann seg­ist ekki gera lítið úr því að við mik­inn vanda sé að etja en fólk ætl­ist rétti­lega til þess að gengið sé hreint til verks. „Fólk ætl­ast til þess að stjórn­völd þvæl­ist ekki fyr­ir. Fólk vill fá að grípa þau tæki­færi sem eru til staðar. Rík­is­stjórn­in hef­ur ekki haft burði til þess að greiða götu fólks og fyr­ir­tækja.“

Bjarni seg­ir mik­il­vægt að boðað verði til kosn­inga og kosið verði um það hvernig taka eigi á stöðunni vegna þess að það hafi ekki verið gert. „Fólk er óánægt með hug­mynd­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar í því efni,“ seg­ir hann.

Formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins vill sjá rík­is­stjórn sem hafi aug­un á réttu hlut­un­um eins og verðmæta­sköp­un og sköp­un at­vinnu­tæki­færa, rík­is­stjórn sem leggi áherslu á að loka fjár­lagagat­inu og greini aðal­atriðin frá auka­atriðunum, rík­is­stjórn sem leggi grunn að end­ur­heimt líffskjara á Íslandi. „Rík­is­stjórn sem elur ekki á sundr­ungu held­ur legg­ur á þess­um þröngu tím­um áherslu á mál sem sam­eina þjóðina.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert