Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra var í upphafi eindreginn andstæðingur Icesave-samningsins og samvinnunnar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Hann skipti svo um skoðun.
Eins og sjá má á skjalinu sem fylgir þessari grein sparaði Steingrímur ekki stóryrðin í þingræðum í desember 2008, skömmu eftir hrunið.
Á um 15 mánaða tímabili hefur Steingrímur barist með oddi og egg gegn samningnum, varið hann með kjafti og klóm; gefið lítið fyrir lánshæfismöt en svo varað við afleiðingum þess að þau lækki; dregið upp dökka mynd af ástandinu en svo gagnrýnd aðra fyrir hrakfallaspár.
Sannarlega viðburðaríkur tími í lífi ráðherra.
Einnig er bent á ræður og nefndarálit Steingríms í Alþingi um Icesave-málið áður en hann varð ráðherra.
Í Morgunblaðinu í dag, laugardag, eru aðvaranir við afleiðingum þess að samþykkja ekki Icesave-samninginn settar í samhengi við stöðuna í efnahagsmálum.