Ættingjar konunnar í Perú ekki náð sambandi ennþá

„Það fór lögfræðingur til hennar í gær og einhver túlkur að taka skýrslu, en við náum engu sambandi við hana,“ segir Þröstur Sveinsson, bróðir íslensku konunnar sem handtekin var á flugvellinum í Lima í Perú á sunnudag grunuð um eiturlyfjasmygl. Utanríkisráðneytið vinnur nú að því að tryggja konunni lögfræðiaðstoð og tryggja að aðstæður hennar í fangelsinu séu í lagi.

„Á meðan þetta er svona nýskeð þá er þetta erfitt, hún er bara í einangrun á meðan þeir eru að ná öllum skýrslum,“ segir Þröstur. „Við höfum reynt í gegnum utanríkisráðuneytið að fá samband við hana, en hún getur ekki tekið á móti símtölum þrátt fyrir að við hringjum út, þeir leyfa það ekki.“

Þrjú börn á Ísland og tvö í Bandaríkjunum

Ræðismaður Íslands í Perú reynir nú að fá að ganga frá því að fjölskyldan geti sent konunni peninga. „Það eina sem hún fær er matur en aðstandendur þurfa að sjá um annað og vonandi getum við sent henni fé í næstu viku ef hún má taka við því,“ segir Þröstur. Eins og fram hefur komið á konan fimm börn og eru þrjú þeirra búsett á Íslandi. Þröstur segist vonast til að systir sín geti komið heim. „En maður bara veit það ekki, þetta er allt á byrjunarreit.“ 
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert