„Það fór lögfræðingur til hennar í gær og einhver túlkur að taka skýrslu, en við náum engu sambandi við hana,“ segir Þröstur Sveinsson, bróðir íslensku konunnar sem handtekin var á flugvellinum í Lima í Perú á sunnudag grunuð um eiturlyfjasmygl. Utanríkisráðneytið vinnur nú að því að tryggja konunni lögfræðiaðstoð og tryggja að aðstæður hennar í fangelsinu séu í lagi.
„Á meðan þetta er svona nýskeð þá er þetta erfitt, hún er bara í einangrun á meðan þeir eru að ná öllum skýrslum,“ segir Þröstur. „Við höfum reynt í gegnum utanríkisráðuneytið að fá samband við hana, en hún getur ekki tekið á móti símtölum þrátt fyrir að við hringjum út, þeir leyfa það ekki.“