Fluttur til Reykjavíkur til aðhlynningar

Landspítalinn.
Landspítalinn. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Ungi drengurinn sem slasaðist á Eskifirði um fjögur leytið í dag hefur verið fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Drengurinn, sem er 6 ára, slasaðist þegar grjót féll á hann en hann var að leika sér við árbakka Grjótár.

Drengurinn féll í ána en fólk í nágrenninu kom honum til aðstoðar. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Neskaupstað en á áttunda tímanum í kvöld var hann fluttur til Reykjavíkur.

Frekari upplýsingar um meiðsl drengsins hafa ekki fengist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert