Stjórn Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs „telur óásættanlegt með öllu að hér fari fram hernaðarstarfsemi undir yfirvarpi atvinnusköpunar og skorar á ríkisstjórn VG og Samfylkingar að hafna slíku fortakslaust nú þegar.“
Áður höfðu Ungir Vinstri grænir og Vinstri grænir í Reykjavík sent frá sér ályktun þar sem því er hafnað að einkaflugher fái aðstöðu á Íslandi.
Í stjórn VG sitja m.a. Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, Katrín Jakobsdóttir, varaformaður, Sóley Tómasdóttir, oddviti flokksins í Reykjavík, og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra.