Samfylkingarkonur ánægðar með störf forsætisráðherra

Kvenna­hreyf­ing Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hélt ársþing sitt í Hvera­gerði í gær og lýsti þingið yfir ánægju  með störf fyrsta kven­for­sæt­is­ráðherra Íslands­sög­unn­ar, Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur. 

Í álykt­un þings­ins seg­ir, að á liðnu ári hafi rík­is­stjórn und­ir for­ystu Jó­hönnu tek­ist á hend­ur eitt erfiðasta verk­efni sem nokk­ur rík­is­stjórn hafi staðið frammi fyr­ir, að end­ur­reisa ís­lenskt efna­hags­líf við afar erfiðar aðstæður.  Mörg stór verk­efni bíði en ekki megi gleyma að á sama tíma hafi margt áunn­ist í ís­lenskri kvenna­bar­áttu.

„Kvenna­hreyf­ing Sam­fylk­ing­ar­inn­ar vek­ur sér­staka at­hygli á fá­tækt og al­var­legri fjár­hags­stöðu sem marg­ar kon­ur og börn þeirra búa við. Meiri­hluti ör­yrkja, aldraðra og lág­launa­fólks hér á landi er kon­ur og þúsund­ir kvenna eru at­vinnu­laus­ar. Þá eru ein­stæðir for­eldr­ar í lang­flest­um til­fell­um kon­ur. Kon­ur og börn af er­lend­um upp­runa eru í sér­stakri áhættu fyr­ir fé­lags­legri mis­mun­un. 

Sveit­ar­stjórn­ir og rík­is­vald skulu taka mið af þess­um staðreynd­um í ákvörðunum og aðgerðum sín­um. En bar­átt­an fyr­ir frelsi og rétt­ind­um kvenna ein­skorðast ekki við lands­mál­in. Miklu skipt­ir að rík­is­stjórn und­ir for­ystu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sé leiðandi í sam­starfi og stuðningi við kon­ur og sam­tök þeirra á alþjóðleg­um vett­vangi af fram­sýni og mynd­ar­brag. Þá vill Kvenna­hreyf­ing Sam­fylk­ing­ar­inn­ar brýna rík­is­stjórn Íslands í því verk­efni að vinna að friði og gegn stríðsrekstri hvers kon­ar,“ seg­ir meðal ann­ars í samþykkt kvenna­hreyf­ing­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka