Skráningarkerfið hrundi vegna álags

Mikil ásókn er að komast í Vatnaskóg og aðra sumardvalastaði …
Mikil ásókn er að komast í Vatnaskóg og aðra sumardvalastaði KFUM og KUFK. hag / Haraldur Guðjónsson

Skrán­ing­ar­kerfi KFUM og KFUK hrundi í há­deg­inu í dag þegar opnað var fyr­ir skrán­ingu í sum­ar­búðir fé­lags­ins. Verið er að vinna að lag­fær­ing­um á kerf­inu og verður áfram hægt að skrá í gegn­um netið eft­ir helg­ina.

Í dag var skráð af full­um krafti í Þjón­ustumiðstöð fé­lags­ins og í gegn­um síma og voru hátt í 1000 börn skráð þenn­an fyrsta skrán­ing­ar­dag. Sum­ar­búðir KFUM og KFUK: Vatna­skóg­ur, Vindás­hlíð, Ölver, Kaldár­sel og Hóla­vatn, hafa notið gríðarlegra vin­sælda hjá börn­um og ung­ling­um enda er ein­stök upp­lif­un að dvelja í sum­ar­búðunum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert