Skráningarkerfi KFUM og KFUK hrundi í hádeginu í dag þegar opnað var fyrir skráningu í sumarbúðir félagsins. Verið er að vinna að lagfæringum á kerfinu og verður áfram hægt að skrá í gegnum netið eftir helgina.
Í dag var skráð af fullum krafti í Þjónustumiðstöð félagsins og í gegnum síma og voru hátt í 1000 börn skráð þennan fyrsta skráningardag. Sumarbúðir KFUM og KFUK: Vatnaskógur, Vindáshlíð, Ölver, Kaldársel og Hólavatn, hafa notið gríðarlegra vinsælda hjá börnum og unglingum enda er einstök upplifun að dvelja í sumarbúðunum.