Staðbundið bensínstríð

Friðrik Tryggvason

Verð á eldsneyti hefur síðustu daga verið mjög mismunandi eftir stöðum innan höfuðborgarsvæðisins.

Eftir að Olís reið á vaðið á fimmtudag og hækkaði bensínlítrann í sjálfsafgreiðslu í 212 krónur munaði í gær nærri 16 krónum á hæsta og lægsta verði, miðað við sjálfsafgreiðslu án vildarkjara.

Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, segir 16 króna verðmun á milli stöðva ekki geta talist eðlilegan. Það hafi lengi verið talið eðlilegt að smávægilegur verðmunur sé á milli mannlausra afgreiðslustöðva og mannaðra stöðva en ekki víst að það sé til framtíðar.

Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert