Þrjár bílveltur

Tveir bíl­ar ultu á Reykja­nes­braut nærri Vog­um á Vatns­leysu­strönd nú í morg­uns­árið. Lög­reglu bár­ust til­kynn­ing­ar upp úr klukk­an sjö, en bíl­arn­ir ultu á sama staðnum með mjög skömmu milli­bili.

Fljúg­andi hálka var á Kefla­vík­ur­veg­in­um þegar þetta gerðist. Ekki var vitað um meiðsl á fólki, en þó talið að þau væru minni­hátt­ar að sögn lög­reglu á Suður­nesj­um.

Þá varð bíla­velta á Vill­inga­holts­vegi í Flóa í Árnes­sýslu um miðnætti í gær­kvöld. Þar valt bíll sem fimm manns voru í, en fólkið slapp allt án telj­andi meiðsla. Til­drög þess óhapps voru tal­in þau að ökumaður hefði misst stjórn á bíl sín­um í möl á vegi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert