Drögum að breytingum á lögum um skattlagningu afskrifta, sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær, er misjafnlega tekið.
Þótt um sé að ræða rýmkun á heimildum til að telja afskriftir ekki til tekna, telja Hagsmunasamtök heimilanna að ekki sé nægilega langt gengið, enda þurfa einstaklingar skv. drögunum t.d. að greiða skatt af 75% afskriftar sem er hærri en 20 milljónir.
Ritari samtakanna segir umræddar breytingar ekki hjálpa þeim sem eru illa staddir, enda sé yfirleitt auðveldara fyrir einstakling að greiða t.d. 20 milljóna króna skuld við banka á fjörutíu árum, heldur en að greiða nokkurra milljóna króna skattaskuld vegna afskriftar sem dreifist á þrjú ár, eins og drögin gera ráð fyrir.
Elín Alma Arthúrsdóttir, forstöðumaður hjá Ríkisskattstjóra, segir að samkvæmt núgildandi lögum myndi öll skuldaeftirgjöf hjá fyrirtækjum skattskyldar tekjur. Almenna reglan sé sú að einstaklingar greiði einnig tekjuskatt af afskriftum, þó með vissum undantekningum.
Sjá nánar ítarlega umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.