Vilja auka kvóta

Útgerðir víða um land eiga lítið eftir að kvóta.
Útgerðir víða um land eiga lítið eftir að kvóta. Rax / Ragnar Axelsson

„Erfið staða efna­hags­mála, þröng kvót­astaða margra fyr­ir­tækja og óljós áform stjórn­valda um breyt­ing­ar á fisk­veiðilög­gjöf­inni magna upp óvissu í grein­inni sem veld­ur spennu víða um land. Menn vilja vinnufrið og efa­semd­ir um að nú sé rétti tím­inn til að breyta verða sí­fellt há­vær­ari," seg­ir í álykt­un at­vinnu­mála­nefnd­ar Dal­vík­ur.

Í gær var til­kynnt á starfs­manna­fundi hjá Sam­herja á Dal­vík að fyr­ir­tækið yrði að lengja sum­ar­frí úr 3 vik­um í 8 vik­ur vegna hrá­efn­is­skorts.

Í álykt­un­inni er skorað á stjórn­völd að auka þorskkvóta og jafn­framt seg­ir í henni:

„Dal­vík­ur­byggð á mikið und­ir því að stöðug­leiki ríki í sjáv­ar­út­vegi; stór hluti íbú­anna vinn­ur við sjáv­ar­út­veg þar sem fisk­vinnsla er snar þátt­ur í at­vinnu­starf­sem­inni. Ef ekki næst sátt milli aðila mun það hafa í för með sér langvar­andi deil­ur með til­heyr­andi óvissu og valda veru­leg­um skaða fyr­ir sjár­varpláss eins og Dal­vik­ur­byggð og þjóðfé­lagið í heild."

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert