Vilja lána óháð Icesave

Norðmenn eru tilbúnir til að lána Íslendingum.
Norðmenn eru tilbúnir til að lána Íslendingum. Ómar Óskarsson

Fjárlaganefnd norska þingsins hefur samþykkt að lána Íslandi óháð því hvort takist að leysa ágreininginn um Icesave. Það voru fulltrúar Kristilega þjóðarflokksins í nefndinni sem beittu sér fyrir þessari niðurstöðu.

Þetta kemur fram í frétt á ABC Nyheter. Nefndin tekur af skarið með það að lána skuli Íslandi óháð niðurstöðu deilu Íslands annars vegar og Bretlands og Hollands hins vegar um Icesave.

Norska Stórþingið mun fjalla um tillöguna á þriðjudag, en talið er öruggt að þingið muni samþykkja tillöguna. Nefndin telur einnig að Ísland eigi rétt á að leggja Icesave-deiluna fyrir alþjóðlegan dómstól og reyna þannig á stöðu Íslands í málinu.

Fulltrúar allra flokka í nefndinni nema Kristilega þjóðarflokksins, setja það skilyrði fyrir lánveitingunni, að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykki endurskoðun efnahagsáætlunar fyrir Ísland og að landið standi við skuldbindingar sínar samkvæmt EES-samningnum.

Fulltrúi Kristilega þjóðarflokksins, Hans Olav Syversen, segir að það sé ljóst að Noregur sé tilbúinn til að lána til Íslands óháð niðurstöðu Icesave-málsins, en óljóst hvaða áhrif það hefur á ákvarðanir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka