Bændur fylgist með öskufalli

Þessir hestar voru að gæða sér á heyi í Fljótshlíðinni …
Þessir hestar voru að gæða sér á heyi í Fljótshlíðinni í dag. mbl.is Ómar Óskarsson

Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir að bændur þurfi að fylgjast  vel með því hvort þeir verði varir við öskufall með tillit til velferðar búfjár. Enn sem komið er hefur öskufall verið lítið.

Sauðfé er á húsi á þessum árstíma, en sumir láta liggja við opið. Halldór mælir með því að menn taki sauðfé inn í hús. Hann segir að eigendur hrossa þurfi að passa að gefa þeim oftar og huga að því að þau hafi nóg að drekka. Hann segir til bóta að láta þá fá saltsteina svo minni líkur séu á því að hross fari að sleikja öskuna.

Flúor er í allri ösku, í mismiklum mæli. Ekki er búið að mæla flúorinnihald öskunnar sem fallið hefur í gosinu í Fimmvörðuhálsi, en Halldór segist gera ráð fyrir að magn flúors sé hátt. Hann segir að flúor geti leitt til særinda og bólgu í öndunarfærum og meltingarvegi dýra. Langvinn eitrunaráhrif geti haft áhrif á tennur og bein dýranna.

Halldór segir að öskufall ráðist mikið af vindátt. Aska geti því borist um allt land ef gosið heldur áfram af einhverjum kraft. Bændur þurfi að fylgjast með öskufall. Það er hægt að gera t.d. með því að setja hvítan disk út fyrir hús.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert