Ferð hermanna frestað vegna goss

Gosið á Fimmvörðuhálsi virðist hafa raskað flugi hermanna á leið …
Gosið á Fimmvörðuhálsi virðist hafa raskað flugi hermanna á leið til Íraks. RAX / Ragnar Axelsson

Ferð um 200 hermanna sem áttu að fara frá Bandaríkjunum til Íraks hefur verið frestað vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Þetta kemur fram í frétt NBC.

Í fréttinni kemur fram að vegna ösku í háloftunum hafi ferð hermannanna verið frestað um ótiltekinn tíma. Ástæðan fyrir þessu sé að menn hafi ekki viljað setja öryggi hermannanna í hættu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka