Flug með eðlilegum hætti

Kortið sýnir útbreiðslu öskunnar.
Kortið sýnir útbreiðslu öskunnar.

Flug gengur nú með eðlilegum hætti til og frá Íslandi eftir að hættusvæði í lofti hefur minnkað verulega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Flugstoðum. Miklar seinkanir hafa hins vegar verið á flugumferð.

Samkvæmt öskumælingaspám nær hættusvæðið nú frá eldstöðinni í einskonar þríhyrning í norður og vesturátt . Hæð svæðisins sem flugumferð er beint frá er 5000 fet, yfir þeirri hæð er í lagi að fljúga. Til samanburðar er Hvannadalshnjúkur 6922 fet eða 2110 metrar.

Áfram verður fylgst með framvindu mála og upplýsingar gefnar í framhaldi af því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert