Gosið færist í aukana

Gosið er á sprungu í Fimmvörðuhálsi.
Gosið er á sprungu í Fimmvörðuhálsi. RAX / Ragnar Axelsson

„Þetta er ekki stór­gos, en það hef­ur held­ur verið að fær­ast í aukna núna á fyrstu sex klukku­stund­um þess,“ seg­ir Magnús Tumi Guðmunds­son jarðeðlis­fræðing­ur. Hann kom um klukk­an sex úr flugi jarðvís­inda­manna yfir gosstöðvarn­ar á Fimm­vörðuhálsu með flug­vél Gæsl­unn­ar.

Í fyrra flugi Gæsl­unn­ar í nótt sáust a.m.k. 15-16 kvikustrók­ar og þeir hæstu náðu hundrað metra hæð. Gosið hófst rétt fyr­ir miðnætti.

Gossprung­an ligg­ur milli Eyja­fjalla- og Mýr­dals­jök­uls og er sprung­an um það bil einn kíló­metri á lengd. Svo ein­hver mæli­kv­arði sé sett­ur á það, þá var gossprung­an í síðasta Heklugosi fjór­ir kíló­metr­ar og í Vest­manna­eyjagos­inu 1973 var sprung­an tveir kíló­metr­ar.

Gosið á Fimm­vörðuhálsi er hraungos en er ekki vitað hve mikið hraun­rennslið er. Vænst er, að það skýrst nú í birt­ingu. Hugs­an­lega gæti hraun runnið niður Hvann­ár­gil í Húsa­dal í Þórs­mörk. Magnús Tumi seg­ir á þessu stigi alltof snemmt að segja nokkuð til um hvort hraun­rennsli verði til þess að spilla leiðinni yfir  Fimm­vörðuháls sem er vin­sæl og þúsund­ir fólks hafa gengið á ári hverju.

Síðasta eld­gos í Eyja­fjalla­jökli varð árið 1821. Árþúsund­ir eru síðan elds­um­brot urðu á Fimm­vörðuhálsi, að sögn Magnús­ar Tuma sem var á leiðinni til fund­ar með heima­mönn­um í Rangár­valla­sýslu sem halda átti nú í morg­uns­árið.

Al­manna­varna­nefnd rík­is­lög­reglu­stjóra sagði eft­ir síðara flug jarðvís­inda­manna yfir gosstöðvarn­ar í morg­un, að gossprung­an á Fimm­vörðuhálsi væri 0,5-1 km á lengd. Á tíma­bil­inu frá kl. 4 til 7 var kvikustróka­virkni  mjög jöfn, 12 kvikustrók­ar eru á sprung­unni.

Sprung­an hef­ur stefnu frá suðvestri til norðaust­urs, hraun renn­ur frá henni til stutta leið til aust­urs en meg­in­hraun­straum­ur­inn renn­ur til vest­urs. Ekki var hægt að meta ná­kvæm­lega um­fang vest­ara hraun­straums­ins sök­um aðstæðna við gosstöðvarn­ar. Lít­ils­hátt­ar gos­mökk­ur er frá gos­inu en hann nær ekki meira en um 1 km í loft upp. Gos­mökk­inn legg­ur beint til vest­urs. Áhrif af gos­inu eru mjög staðbund­in enn sem komið er.

Á myndinni sést inn í Þórsmörk.
Á mynd­inni sést inn í Þórs­mörk. RAX / Ragn­ar Ax­els­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert