Gossprungan um 1 km að lengd

Mynd af gosstöðvunum í Eyjafjallajökli tekin úr ljósmyndavélum TF-SIF kl. …
Mynd af gosstöðvunum í Eyjafjallajökli tekin úr ljósmyndavélum TF-SIF kl. 06.10 og 06.24 í morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá jarðvísindamönnum sem eru um borð í TF-LÍF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, er gosið sem hófst um miðnætti í nótt norðarlega í Fimmvörðuhálsi, á milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls. Gossprungan virðist vera um 1 km að lengd og liggur í norðaustur – suðvestur. Lágir gosstrókar koma úr sprungunni og lítil aska sjáanleg.

Gossprungan er á Fimmvörðuhálsi milli Eyjafjalla- og Mýrdalsjökuls.
Gossprungan er á Fimmvörðuhálsi milli Eyjafjalla- og Mýrdalsjökuls.
Mynd af gosstöðvunum í Eyjafjallajökli tekin úr ljósmyndavélum TF-SIF kl. …
Mynd af gosstöðvunum í Eyjafjallajökli tekin úr ljósmyndavélum TF-SIF kl. 06.10 og 06.24 í morgun. mbl.is/LHG
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert