Jón Daníelsson: Ísland stendur betur heldur en talið var

Jón Daníelsson.
Jón Daníelsson. Kristinn Ingvarsson

Jón Daní­els­son, pró­fess­or í fjár­mál­um við London School of Economics seg­ir að Ísland sé að koma bet­ur út úr krepp­unni held­ur en hægt var að ímynda sér fyr­ir átján mánuðum síðan. Hann seg­ir það koma á óvart hversu litl­ar skuld­ir ís­lenska rík­is­ins séu miðað við önn­ur ríki í efna­hagserfiðleik­um. Þar skipti miklu hvernig var  brugðist við á alþjóðavísu varðandi varn­ir gegn efna­hags­hruni heims­ins.

Jón er ekki sann­færður um að Íslend­ing­ar þurfi á frek­ari lán­um að halda frá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum. Þetta kom fram í máli Jóns í Silfri Eg­ils í dag.

Póli­tískt van­traust á Íslandi veld­ur því að Ísland nýt­ur ekki láns­trausts á er­lend­um mörkuðum. Ekki skuld­setn­ing ís­lenska rík­is­ins, seg­ir Jón í sam­tali við Egil Helga­son.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert