Mældu færslu kvikunnar

12 strókar eru á sprungunni.
12 strókar eru á sprungunni. RAX / Ragnar Axelsson

GPS mælir sem jarðvísindamenn settu upp í Steinsholti sýndi að staðurinn færðist til um einn sentimetra á dag frá 6. mars. Sigrún Hreinsdóttir jarðeðlisfræðingur segir að þetta sýni hvert kvikan var að leita dagana fyrir gos.

Jarðvísindamenn hafa sett upp GPS-mæla á nokkrum stöðum í nágrenni Eyjafjallajökuls. Mælar eru á Þorvaldseyri, Skógaheiði, Steinsholti og á föstudag var settur upp mælir við skálann á Fimmvörðuhálsi og annar í Básum daginn eftir. Með mælunum er hægt að sjá með mikill nákvæmni hvort þeir eru að færast til, en það gefur vísbendingar um hvert kvikan er að leita.

„Mælirinn í Steinsholt sýndi frá 5. mars um eins sentimetra færslu á dag, sem er mjög mikið. Mælirinn sýndi að Steinsholt var að færast í norðvestur, en mælirinn í Skógaheiði var að færast í suðvestur. Þetta sýndi að þrýstingurinn var á milli þessara tveggja punkta. Þess vegna settum við upp mæla við Bása og rétt innan við skálann á Fimmvörðuhálsi til þess að fá betri upplýsingar um hvað væri í gangi.“

Sigrún sagði að jarðvísindamenn hefðu því verið búnir að sjá hvert kvikan var að leita og hvar líklegt væri að hún kæmi upp. Hún sagði aðspurð að hún hefði ekki verið búin að sjá fyrir að gosið kæmi upp á Fimmvörðuhálsi. Hún hefði frekar átt von á að það kæmi upp undir jökli.

Mælingarnar sýndu að Þorvaldseyri byrjaði að hreyfast í lok desember og mælirinn við Skógaheið byrjaði að hreyfast í lok janúar. „Við sáum hins vegar aldrei neina færslu á Steinsholti fyrr en 5. mars. Þá var greinilegt að kvikan var komin nærri þeirri stöð og mikill gangur á málunum.“

Jarðvísindamennirnir Freysteinn Sigmundsson, Sigrún Hreinsdóttir, Eyjólfur Magnússon og Birgir Óskarsson …
Jarðvísindamennirnir Freysteinn Sigmundsson, Sigrún Hreinsdóttir, Eyjólfur Magnússon og Birgir Óskarsson flugu yfir gosstöðvarnar snemma í morgun. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert