Verkfall hefst í nótt

Slitnað hefur upp úr í kjaradeilu flugvirkja.
Slitnað hefur upp úr í kjaradeilu flugvirkja. Þorkell Þorkelsson

Verkfall flugvirkja Icelandair mun hefjast klukkan 1 í nótt. Samningafundi lauk fyrir stuttu með því að samninganefnd Flugvirkjafélagsins hafnaði tillögu sáttasemjara til lausnar deilunni.

Í fréttatilkynningu frá Icelandair segir að þessi niðurstaða sé Icelandair mikil vonbrigði.
 
Ljóst er að ekki verður flogið samkvæmt áætlun í fyrramálið til eftirtalinna áfangastaða:
 
FI318 Osló
FI306 Stokkhólmur
FI542 París
FI204 Kaupmannahöfn
FI436 Manchester/Glasgow
FI450 London
 
Farþegar eru hvattir til þess að fylgjast með fréttum og upplýsingum um komu og brottfarartíma á Keflavíkurflugvelli. Nýjar upplýsingar verða gefnar út klukkan 9 í fyrramálið, mánudagsmorgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert