Ákveðið var að loka fyrir umferð inn í inn í Þórsmörk vegna flóðahættu en vatnsyfirborð Krossár hefur hækkað, að sögn Kjartans Þorkelssonar, sýslumanns í Rangárvallasýslu.
Jafnframt hefur veginum inn í Fljótsdal fyrir innan Fljótshlíð verið að sögn Kjartans. Var þetta ákveðið á fundi almannavarna í morgun en flogið verður yfir gosstöðvarnar klukkan 13. Almannavarnir munu koma saman aftur klukkan 17 á Hellu og þar verður ákveðið hvort um einhverja rýmingu verður að ræða vegna eldgossins á Fimmvörðuhálsi.
Steinunn Jakobsdóttir, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að ákveðinn stígandi sé í gosinu og ekki sé útilokað að gos sé í litlum jökli og það útskýri aukið rennsli í Krossá og um leið hærri bólstra úr gosinu. Rennslið sé nú meira til norðurs sem geti bent til þess að sprungan sé að lengjast í þá átt en ekki sé hægt að fullyrða um slíkt að svo stöddu. Hins vegar sé greinilegt að meiri kraftur er kominn í gosið.
Farið verður í flug með vísindamönnum eftir hádegi í dag þar sem
frekari upplýsinga frá gossvæðinu verður aflað. Í framhaldinu mun
Almannavarnanefnd funda þar sem tekin verður ákvörðun um hvort rýming
verður sett á einstaka bæi í nótt.
„Að gefnu tilefni hefur
Þórsmerkurvegi (F249) og veginum fyrir innan Fljótsdal verið lokað
vegna hugsanlegrar flóðahættu á þeim vegum. Enn fremur er áréttað að
leiðin upp á Fimmvörðuháls er lokuð vegna viðvarandi hættu á svæðinu.
Vill Almannavarnanefnd árétta við fólk að vera ekki á ferðinni á mögulegum hættusvæðum að óþörfu.
Eftirlit lögreglu hefur og verið aukið á öllu svæðinu. Var þetta
ákveðið á fundi almannavarna í morgun en flogið verður yfir
gosstöðvarnar klukkan 13. Almannavarnir munu koma saman aftur klukkan
17 á Hellu og þar verður ákveðið hvort um einhverja rýmingu verður að
ræða vegna eldgossins á Fimmvörðuhálsi," segir í tilkynningu almannavarna.