Hafna orðum Jóns Óttars

Geir Gunnlaugsson landlæknir.
Geir Gunnlaugsson landlæknir. Árni Sæberg

Geir Gunnlaugsson landlæknir og Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir lýsa yfir eindregnum stuðningi við Magnús Jóhannsson prófessor, en hann skrifaði ásamt fleirum grein í Læknablaðið þar sem varað er við neyslu á Herbalife.

Læknarnir segir að Jón Óttar Ragnarsson, matvælafræðingur og sölumaður Herbalife, hafi undanfarið á vettvangi fjölmiðla vegið að mannorði og starfsheiðri Magnúsar vegna rannsóknar hans og tveggja annarra lækna í nýjasta hefti Læknablaðsins.

„Það er oftast gleðiefni þegar rannsóknarniðurstöður vekja athygli og umræðu. Aftur á móti er það óviðunandi að þeir sem stunda rannsóknir og birta niðurstöður sínar á viðurkenndum vettvgangi sæti persónulegum árásum á þann hátt sem Magnús og meðhöfundar hans hafa mátt þola undanfarna daga.

Magnús Jóhannsson er virtur fræðimaður, nákvæmur og vel að sér um vísindaleg vinnubrögð. Landlæknisembættið ber fullt traust til hans, enda oft leitað álits hans í lyfjamálum og eiturefnafræði og í málefnum er varða fæðubótarefni. Í þeim samskiptum hefur prófessorinn aldrei verið „varðgæslumaður hins alþjóðlega lyfjaiðnaðar“ eins og Jón Óttar heldur fram á opinberum vettvangi. Þvert á móti hefur hann staðið vörð um fagleg vinnubrögð með hag lands og þjóðar að leiðarljósi. “

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert