Íslandsbanki fellir niður heimildagjald

Íslandsbanki felldi niður heimildargjald (viðskiptagjald) á tékkareikningum fyrirtækja og einstaklinga í gær. Heimildargjald er lagt á ónýtta yfirdráttarheimild en gjaldið hefur hingað til einungis verið lagt á reikninga hjá þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem eru ekki í aðal vildarþjónustu bankans og eru með yfirdráttarheimild yfir ákveðnum viðmiðunarmörkum, samkvæmt fréttatilkynningu.

Einungis lítill hluti einstaklinga og fyrirtækja í viðskiptum við bankann hefur verið að greiða heimildargjald og var því ákveðið að fella það alveg niður.
Niðurfelling á heimildargjaldi er liður í endurskoðun gjaldskrár hjá Íslandsbanka, segir ennfremur í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert