Munu hlíta lögum ef sett verða

Ríkisstjórn Íslands kom saman í dag til að fjalla um …
Ríkisstjórn Íslands kom saman í dag til að fjalla um lög til að stöðva verkfall flugvirkja. mbl.is/Kristinn

„Ef við fáum á okkur lög þá hlítum við lögunum, annars höldum við bara áfram okkar striki,“ segir Kristján Kristinsson, formaður samninganefndar flugvirkja spurður um áform ríkisstjórnarinnar að grípa inn í deiluna og setja lög á verkfallið.

Kristján sagðist ekki hafa neinar upplýsingar um hvort ríkisstjórnin gripi til lagasetningar. Ekki stendur til að aflýsa verkfallinu líkt og flugumferðarstjórar gerðu á dögunum þegar ljóst var að ríkisstjórnin ætlaði að grípa inn í og stöðva verkfall þeirra.  

„Við erum bara í biðstöðu,“ segir Kristján. Ekki hefur verið boðað til nýs sáttafundar í kjaradeilunni.

Verkfallið hefur gengið átakalaust fyrir sig í morgun að sögn hans. Nokkrir verkfallsverðir eru á flugvallarsvæðinu og fyrir utan vinnustaðinn og fylgjast með.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert