Nánast engin skjálftavirkni er undir Eyjafjallajökli þessa stundina og virðist sem óróinn sem varð um sjöleytið í morgun sé yfirstaðin, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Eins virðist sem það sé sáralítið öskufall úr gosinu.
Engar vísbendingar eru um að sprungan hafi stækkað en erfitt er að meta það nema með því að fljúga yfir svæðið.
Til stendur að fljúga yfir upp úr hádeginu í dag en fundur almannavarna stendur nú yfir á Hellu þar sem farið er yfir stöðu mála.