Nýrra upplýsinga að vænta upp úr miðjum degi

Magnús Tumi Guðmundsson, jarðvísindamaður, fer yfir gögn með Svandísi Svavarsdóttur, …
Magnús Tumi Guðmundsson, jarðvísindamaður, fer yfir gögn með Svandísi Svavarsdóttur, umhverfisráðherra. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, kynnti sér aðstæður á gossvæðinu á Fimmvörðuhálsi, milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls, úr flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, í dag. Farið var í loftið klukkan 13 og gert ráð fyrir að lenda á Reykjavíkurflugvelli um miðjan dag.

Að sögn upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar gekk eftirlitsflugið vel. Notuð var eftirlits- og leitarratsjá flugvélarinnar til að mæla hvort breytingar hafi orðið á yfirborði svæðisins. Borið verður saman við mælingar úr fyrri eftirlitsferðum. Fimm jarðvísindamenn eru um borð og gera má ráð fyrir nýjum upplýsingum um gosið upp úr miðjum degi, eða eftir að flugvélinni verður lent.

Til stóð að forsætisráðherra færi með í eftirlitsflugið en hún forfallaðist á síðustu stundu og sendi aðstoðarmann, Hrannar B. Arnarsson, í sinn stað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert