Nýtt fjall á Fimmvörðuhálsi

Nýja fjallið blasir við og mátti sjá hraunmolana velta niður …
Nýja fjallið blasir við og mátti sjá hraunmolana velta niður hlíðarnar. Þorsteinn Jónsson

Eldgosið á Fimmvörðuhálsi hefur hlaðið upp nýju fjalli. Þorsteinn Jónsson frá Lambey í Fljótshlíð fór ásamt fleirum að Tröllagjá þaðan sem meðfylgjandi myndir náðust. Þá var leiðin að Tröllagjá opin en henni hefur nú verið lokað af öryggisástæðum.

Jón Kristinsson, sem var með Þorsteini við Tröllagjá, sagði að það hafi verið magnað að sjá hraunmolana þeytast upp í loftið og velta síðan niður hliðar nýja fjallsins. Hann sagði að fjallið væri orðið talsvert hátt, hátt í hundrað metrar. 

Myndasíða Þorsteins frá Lambey

Gosið er tilkomumikið að sjá.
Gosið er tilkomumikið að sjá. Þorsteinn Jónsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka