Umhverfisráðherra skoðaði gosið

Vont veður var við gosstöðvarnar í dag og spáð er …
Vont veður var við gosstöðvarnar í dag og spáð er slæmu veðri á morgun. Landhelgisgæslan

„Þetta var ein­stök upp­lif­un,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir, um­hverf­is­ráðherra, sem í dag skoðaði gosstöðvarn­ar á Fimm­vörðuhálsi. Hún flug með vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar ásamt Kjart­ani Þorkels­syni sýslu­manni á Hvols­velli og fleir­um.

Vont veður var á svæðinu og skyggni lé­legt. Svandís sagði að það hefði hins veg­ar opn­ast gluggi og mönn­um gef­ist tæki­færi til að sjá gosið.

Eft­ir flugið heim­sótti Svandís Veður­stof­una og fór yfir vökt­un­ar­pró­gramm Veður­stof­unn­ar. „Við eig­um topp vís­inda­menn í þess­um geira. Viðbragðsáætl­un Al­manna­varna og þessi mikla skýrsla sem ligg­ur fyr­ir um hættumat á þessu svæði sem gerð var árið 2005 af rík­is­lög­reglu­stjóra og vís­inda­mönn­um er grunn­ur­inn sem öll þessi yf­ir­veguðu viðbrögð byggja á.“

Veður­stof­an hef­ur um­sjón með allri nátt­úru­vá á Íslandi, hvort sem það er veður, eld­gos, jarðskjálft­ar, snjóflóð, vatns­flóð eða annað. Svandís sagði mik­il­vægt að þessi vökt­un sé pottþétt. Vinnu­brögð viðbragðsaðila og þeirra sem sinntu eft­ir­liti væru öll  til fyr­ir­mynd­ar.

Að sögn vís­inda­manna hef­ur tækja­búnaður flug­vél­ar Land­helg­is­gæsl­unn­ar haft gíf­ur­lega mikið að segja til að greina um­fang og eðli elds­um­brot­anna. Með búnaðnum er búið að kort­leggja svæðið vand­lega og hægt er að sjá taf­ar­laust þær breyt­ing­ar sem verða á gosstöðvun­um og svæðinu í kring.
 

Slæmt veður var á gossvæðinu í dag þegar flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar var yfir gosstöðunum á Fimm­vörðuhálsi, en þó var hægt að ná þokka­leg­um mynd­um, bæði á radar og Canon mynda­vél. Gufustróka legg­ur upp frá svæðinu þar sem hraun er farið að renna til NA fram af fjalla­brún­um í átt að Þórs­mörk. Í 7000 fet­um sést eng­inn strók­ur upp úr skýj­um, en þó voru að koma smá bólstr­ar upp úr skýja­hul­unni vest­an við svæðið.

Magnús Tumi Guðmundsson, jarðvísindamaður, fer yfir gögn með Svandísi Svavarsdóttur, …
Magnús Tumi Guðmunds­son, jarðvís­indamaður, fer yfir gögn með Svandísi Svavars­dótt­ur, um­hverf­is­ráðherra. Árni Sæ­berg
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka