Norska fyrirtækið Tide Buss, sem rekur áætlunarbíla og strætisvagna í Bergen, þarf að ráða 200 bílstjóra á þessu ári og fór meðal annars til Íslands í leit að bílstjórum. Að sögn blaðsins Bergens Tidende voru fulltrúar fyrirtækisins á Íslandi í síðustu viku og ræddu við 30 bílstjóra, sem hafa áhuga á að starfa í Noregi.
Bergens Tidende ræðir við nokkra af Íslendingunum, þar á meðal Pál Höskuldsson, sem kallar Heia Brann, til blaðamannsins. Páll hefur unnið sem fasteignasali síðasta áratug en segist nú þurfa að aka leigubíl um helgar til að fá enda til að ná saman. „Það hefur enginn efni á að kaupa hús," segir hann.