Setja engin skilyrði fyrir viðræðum

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Kristinn

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir við Reutersfréttastofuna, að íslensk stjórnvöld séu reiðubúin til að halda áfram viðræðum við Breta og Hollendinga um Icesave-málið án nokkurra skilyrða.

„Við erum reiðubúin til að halda áfram viðræðum án skilyrða," sagði Steingrímur á blaðamannafundi norrænu fjármálaráðherranna í Kaupmannahöfn í dag. „Þeir hafa beðið um skýringar en við teljum okkur hafa gefið þær," sagði hann. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka