Síðustu geirfuglarnir í Noregi

Þorvaldur Björnsson, starfsmaður Náttúrufræðistofnunar, pakkar geirfugli stofnunarinnar niður til geymslu.
Þorvaldur Björnsson, starfsmaður Náttúrufræðistofnunar, pakkar geirfugli stofnunarinnar niður til geymslu. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Talið er að fjór­ir geir­fugl­ar hafi sést í Nor­egi árið 1848, fjór­um árum eft­ir að síðustu geir­fugl­arn­ir hér á landi voru drepn­ir í Eld­ey 3. júní 1844. Þrír Norðmenn sáu fjóra geir­fugla í mars eða apríl 1848 á milli eyj­anna Var­dø og Renø. Þeir skutu einn þeirra án þess þó að hann væri nýtt­ur.

Guðmund­ur Örn Bene­dikts­son, kenn­ari á Kópa­skeri, rakst á frá­sögn af norsku geir­fugl­un­um í bók­inni Nor­ges Fugleliv, 3. út­gáfu 1979, útg. Det Beste A/​S, Oslo. Þar er m.a. greint frá því að einn þre­menn­ing­anna, L.O. Brod­tkorb, hafi lýst fugl­in­um í bréfi til Coll­ett pró­fess­ors.

Hann hafi nefnt að fugl­inn hafi verið á lit­inn eins og álka, svart­ur og hvít­ur. En hann var miklu stærri, ámóta stór og mar­gæs (Branta bernicla). Fram­an við hvort auga var hvít­ur flekk­ur. Hann þekkti líka fugl­inn aft­ur á lit­mynd.

Guðmund­ur sagði að höf­und­ar bók­ar­inn­ar séu norsk­ir vís­inda­menn. Þeir hafi því tekið þessa frá­sögn góða og gilda. 

Nátt­úru­fræðistofn­un Íslands á upp­stoppaðan geir­fugl. hann var drep­inn við Hólms­berg á Miðnesi árið 1821.  Dansk­ur greifi, Raben, sló fugl­inn niður með ári. Fugl­inn var stoppaður upp og þótti verkið hafa tek­ist vel því hann er vel varðveitt­ur. 

Geir­fugl­inn var seld­ur á upp­boði hjá Sot­heby's í London árið 1971 og sleg­inn Finni Guðmunds­syni fugla­fræðingi. Kaup­verðið var 9.300 sterl­ings­pund. Ýmis fé­lög höfðu safnað fyr­ir fugl­in­um á meðal al­menn­ings hér á ein­ung­is fjór­um dög­um. Upp­hæðin sam­svaraði þá and­virði þriggja her­bergja íbúðar í Reykja­vík.

Nátt­úru­fræðistofn­un á einnig eitt geir­fugl­segg en þau eru fá­gæt­ari en upp­sett­ir geir­fugls­ham­ir. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert