Sjálfstæðisflokkurinn birtir yfirlit um styrki

Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins.
Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins.

Sjálfstæðisflokkurinn þáði 75,5 milljónir króna í styrki frá viðskiptabönkunum á árunum 2002-2006. Inn í þeirri tölur er 30 milljón króna styrkur frá Landsbanka Íslands. Flokkurinn birti í dag lista yfir fyrirtæki sem styrktu flokkinn.

Eins og fram kom á síðasta ári styrktu FL-Group Sjálfstæðisflokkinn um 30 milljónir og Landsbankinn um aðrar 30 milljónir á árinu 2006.


Yfirliti yfir styrkina var skilað til Ríkisendurskoðunar laust fyrir áramót. Þar sem ekki hafði tekist að leita eftir samþykki styrktaraðila fyrir birtingu er hinu uppfærða yfirliti ætlað að koma betur til móts við óskir þar að lútandi. Haft var samband við alla styrktaraðila Sjálfstæðisflokksins á umræddu tímabili og leitað eftir samþykki fyrir birting.

„Í uppfærðu yfirliti er því að finna nöfn styrktaraðila sem veittu slíkt samþykki en aðrir, sem ýmist höfnuðu birtingu, náðist ekki til þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir eða hafa ekki enn brugðist við óskum um birtingu eru merktir „NN“,“ segir í frétt á heimasíðu Sjálfstæðisflokknum.

Listi yfir styrki

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert