Skýrslan kemur 12. apríl

Í rannsóknarnefndinni sitja Sigríður Benediktsdóttir, Páll Hreinsson og Tryggvi Gunnarsson.
Í rannsóknarnefndinni sitja Sigríður Benediktsdóttir, Páll Hreinsson og Tryggvi Gunnarsson. mbl.is/Ómar

Rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is seg­ir, að skýrsla um aðdrag­anda og or­sök falls ís­lensku bank­anna verði af­hent á fyrsta starfs­degi Alþing­is eft­ir páska, 12. apríl næst­kom­andi. Seg­ir nefnd­in, að fyr­ir liggi að ekki ná­ist að ganga frá öll­um bind­um skýrsl­unn­ar fyr­ir páska.

Á heimasíðu nefnd­ar­inn­ar seg­ir, að skýrsl­an sé rúm­lega 2000 blaðsíður að lengd og verði gef­in út í níu bind­um. Í fyrstu sjö bind­um skýrsl­unn­ar sé fjallað um aðdrag­anda og or­sök falls ís­lensku bank­anna 2008. Áttunda bindi hafi að geyma skýrslu vinnu­hóps sem hafði það hlut­verk að svara því hvort skýr­ing­ar á falli ís­lensku bank­anna og tengd­um efna­hags­áföll­um mætti að ein­hverju leyti finna í starfs­hátt­um og siðferði. Í ní­unda bindi eru birt­ir vald­ir viðauk­ar við skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar. Með netút­gáfu skýrsl­unn­ar fylgja fleiri viðauk­ar.

Skýrsl­an verður til sölu í bóka­búðum. Hún verður einnig aðgengi­leg al­menn­ingi á Net­inu á slóðinni rann­sokn­ar­nefnd.alt­hingi.is. Sá hluti skýrsl­unn­ar sem hef­ur verið þýdd­ur á ensku verður aðgengi­leg­ur á slóðinni sic.alt­hingi.is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert